Erlent

Þúsundir látist á örfáum vikum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessi kona var í hópi þeirra þúsunda sem flúðu til Bangladess.
Þessi kona var í hópi þeirra þúsunda sem flúðu til Bangladess. Visir/Getty

Læknar án landamæra telja að rúmlega 6700 Rohingya-múslimar hafi verið drepnir á einum mánuði í haust. Rohingyar hafa lengi verið ofsóttir í Mjanmar en frá því að átök brutust út í landinu í ágúst hefur staða þeir hríðversnað. Talið er að um 650 þúsund múslimar hafa flúið landið á síðustu mánuðum, ekki síst til nágrannaríkisins Bangladess.

Læknar án landamæra segja að fjöldi þeirra sem látist hafa í hrakningnum undanfarna mánuði sé margfalt hærri en opinberar tölur stjórnvalda í Mjanmar - sem haldað því fram að um 400 Rohingya-múslima hafi dáið.

Segja alþjóðlegu læknasamtökin þetta vera „skýrustu birtingarmynd útbreidds ofbeldis,“ af hálfu stjórnvalda. Breska ríkisútvarpið segja kannanir sem samtökin hafa framkvæmt á síðustu mánuðum gefa til kynna að um 9000 Rohingyar hafi látist frá 25. ágúst til 24. september.

 „Hófsömustu áætlanir“ samtakanna sýni fram á að ofbeldi hafi dregið um 6700 þeirra til dauða, þar af 730 börn undir fimm ára aldri. Samtökin telja gögn sín vera nógu sterka ástæðu til þess að draga her Mjanmar fyrir alþjóðstríðsglæpadómstólinn.


Tengdar fréttir

Nærri 20.000 flúið á viku

Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi.

Óttarr Proppé í Bangladess

Starfandi heilbrigðisráðherra er nú staddur í Bangladess á vegum UNICEF þar sem hann kynnir sér aðstæður flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×