Innlent

Tólf stiga frost á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frostið mun eflaust bíta í kinnar næstu daga. Það verður þó bjart og léttskýjað.
Frostið mun eflaust bíta í kinnar næstu daga. Það verður þó bjart og léttskýjað. Vísir/GVA
Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það verði léttskýjað sunnan- og vestanlands í dag en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Vindhraðinn verður á bilinu 5 til 13 m/s og mun kólna eftir því sem líður á daginn. Frostið mun þannig vera um 1 til 8 stig síðdegis.

Það verður svo hægari vindur og bjart veður á morgun, þó áfram él við norðausturströndina. Frostið verður á milli 1 til 12 stig, mest í innsveitum.

Gengur svo í suðaustan 10 til 15 m/s með slyddu og síðar rigningu á laugardag. Þó verður úrkomulítið norðaustanlands og minnkandi frost.

Á sunnudag er síðan útlit fyrir suðvestanátt með éljum vestantil á landinu, en léttir til um landið austanvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Hæg norðlæg átt og bjartviðri, en skýjað og dálítil él NA-til. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum. 

Á laugardag:

Vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s og slydda eða rigning á S- og V-landi síðdegis, en dálítil snjókoma NA-lands um kvöldið. Hlýnandi veður. 

Á sunnudag:

Suðvestanátt og él, en léttir til um landið A-vert. Hiti um og undir frostmarki. 

Á mánudag:

Sunnanátt og milt veður. Rigning, einkum S- og V-lands. 

Á þriðjudag:

Suðvestanátt og skúrir eða él, en léttir til á NA- og A-landi. Heldur kólnandi. 

Á miðvikudag:

Suðvestanátt með slyddu eða rigningu og síðar éljum, en úrkomulítið NA-lands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×