Erlent

Umdeildur Repúblikani fyrirfór sér

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dan Johnson var umdeildur í lifanda lífi.
Dan Johnson var umdeildur í lifanda lífi. Vísir/AP
Dan Johnson, þingmaður Repúblikana á ríkisþinginu í Kentucky, framdi sjálfsmorð í gærkvöldi. Hann neitaði að segja af sér á dögunum eftir að hafa verið ásakaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku.

Lögreglustjórinn í heimabæ hans segir að Johnson hafi fundist í bifreið sinni á brú í nágrenninu og að svo virðist sem hann hafi skotið siálfan sig til bana.

Johnson, sem var prestur, var alla tíð umdeildur en hann komst á þing árið 2016 þrátt fyrir að eldri rasísk ummæli hans hafi verið dregin fram í dagsljósið.

Þar á meðal var Facebook-færsla sem hann skrifaði þar sem hann líkti forsetahjónunum Barack og Michelle Obama við apa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×