Ólafur Stephensen

Fréttamynd

Trúaðir segja nei

Viðbrögð Vinstri grænna við hugmyndum, sem Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku, um að byggð verði upp á Keflavíkurflugvelli miðstöð hollenzks fyrirtækis, sem leigir út óvopnaðar herþotur til þátttöku í heræfingum, hafa verið býsna eindregin. Fyrirtækið er einkarekið og tengist hernaði. Hvort tveggja dugir til að ýta á takka á Vinstri grænum, sem framkallar strax einróma, þvert nei.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðræðissjóðir?

Þótt lífeyrissjóðir landsmanna hafi orðið fyrir miklu áfalli í hruninu og tapað stórlega á fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum, situr að mestu leyti sama fólkið í stjórnum þeirra og fyrir hrun. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær kom fram að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðunum hafa setið þar frá því fyrir hrun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Opnið augun

Á Íslandi þrífst skipulögð glæpastarfsemi. Það er staðreynd, sem ekki þarf lengur að deila um. Í fréttaskýringu í helgarblaði Fréttablaðsins var fjallað um þann heim, sem hér er orðinn til, þar sem konum er haldið í kynlífsþrælkun, fólk er ánauðugt í vinnu, menn eru fluttir til Íslands gagngert til að brjóta af sér, fórnarlömbum og hugsanlegum vitnum er hótað og grófu ofbeldi er beitt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grikklandsfárið

Grikkland er á hausnum. Það eru ekki nýjar fréttir. Grikkland hefur oft áður verið á hausnum. Hins vegar er látið í það skína í umræðum hér á Íslandi að í þetta sinn séu örlög Grikkja því að kenna að þeir tóku upp evruna. Ef þeir væru svo heppnir að hafa sinn gamla gjaldmiðil, drökmuna, væru þeir á leið út úr kreppunni, svona eins og Íslendingar, sem eru svo heppnir að hafa krónuna. Þess í stað verði þeir nú að sæta því að Evrópusambandið kúgi þá til að skera niður ríkisútgjöld og lækka laun opinberra starfsmanna. Þannig sé Grikkland Íslandi víti til varnaðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosið um kvóta?

Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um að næsta þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrír kostir

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag koma ekki á óvart. Miðað við að í raun var kosturinn já ekki lengur í boði og betri niðurstaða var í boði en sú, sem Alþingi samþykkti í desember, blasti við að langflestir hlytu að segja nei.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðaratkvæði um óskýra kosti

Enginn vafi leikur lengur á að Íslendingar ganga á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Undanfarin ár hefur því sjónarmiði vaxið mjög fylgi, að ástæða sé til að nota beint og milliliðalaust lýðræði í auknum mæli á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alvöru Ríkisútvarp

Víðar en á Íslandi er deilt um hvernig eigi að verja takmörkuðum peningum, sem skattgreiðendur leggja til reksturs ríkisútvarps. Þessa dagana blæs um móður alls almannaútvarps, BBC á Bretlandi, vegna tillagna stjórnar fyrirtækisins um róttækar breytingar á starfseminni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kreddur gegn atvinnu

Viðbrögð tveggja talsmanna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við áformum um að reka einkasjúkrahús í gamla herspítalanum á Keflavíkurflugvelli hljóta að vekja spurningar um hvort ríkisstjórninni sé alvara þegar hún segist vilja skapa atvinnu í landinu.

Fastir pennar