Íslenski boltinn

Fréttamynd

Grótta stríddi ÍA

Landsbankadeildarlið ÍA slapp með skrekkinn og marði sigur á 3. deildarliði Gróttu, 1-2, í 32 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld en leikið var á Gróttuvelli. Staðan í hálfleik var 0-0 en Skagamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks. Gróttumenn náðu að jafna metin á 75. mínútu en ÍA skoraði sigurmarkið á lokamínútunum.

Sport
Fréttamynd

Heiðar tæpur vegna veikinda

Ísland mætir Möltu í kvöld í undankeppni HM. Heiðar Helguson gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Ungverjalandi sökum leikbanns og óvissa er með þátttöku hans í leiknum í kvöld vegna veikinda. 

Sport
Fréttamynd

Hannes í A-hópinn-Óvíst með Heiðar

Hannes Sigurðsson hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á morgun. Hannes á fylla skarð Gylfa Einarssonar sem meiddist í leiknum gegn Ungverjum á laugardag. Þá er ekki víst að að Heiðar Helguson geti leikið með gegn Möltu á morgun.

Sport
Fréttamynd

Chelsea vill fund með Tottenham

Forráðamenn Chelsea hafa óskað eftir fundi með kollegum sínum úr herbúðum Tottenham til að reyna að leysa fjaðrafokið í kring um meintar ólöglegar samningaviðræður Chelsea við Frank Arnesen, yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var rekinn frá félaginu eftir að hafa lýst yfir áhuga sínum á að fara til Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Englendingar byrja vel á EM kvenna

Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu hófst á Englandi í gærkvöldi. Svíar og Danir gerðu jafntefli, 1-1, og Englendingar sigruðu Finna 3-2. Tæplega 30 þúsund áhorfendur mættu á leikinn sem er aðsóknarmet í Evrópukeppni kvenna. Átta þjóðir leika til úrslita á Englandi í tveimur riðlum en liðin sem áttust við í gær leika í A-riðli.

Sport
Fréttamynd

Cole áfrýjar

Ashley Cole, leikmaður Arsenal hefur áfrýjað dómsúrskurðinum sem gerir honum að greiða 100.000 punda sekt fyrir að hafa átt í ólöglegum viðræðum við Chelsea um hugsanleg félagaskipti.

Sport
Fréttamynd

Owen fer ekki frá Madrid

David Beckham heldur því fram að félagi sinn í enska landsliðinu og Real Madrid, sé ekki á förum frá félaginu, þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis á síðustu vikum.

Sport
Fréttamynd

Hugsa um leikinn, annað er bónus

„Við erum að gíra okkur upp fyrir leikinn," sagði Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem mætir Maltverjum í dag, kl. 18 á KR-velli. Liðið lék á föstudaginn gegn Ungverjum og töpuðu, 1–0, en liðið hafði fram að því unnið tvo leiki af fimm og gat jafnað Ungverja að stigum.

Sport
Fréttamynd

Houllier vill fá Baros

Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi, hefur lýst yfir miklum áhuga á að fá Milan Baros til liðs við félagið í sumar. Houllier var maðurinn á bak við kaupin á Tékkanum unga til Liverpool á sínum tíma, en framtíð Baros hjá enska liðinu er talin óljós.

Sport
Fréttamynd

Arnesen rekinn fráTottenham

Tottenham leysti í gær Danann Frank Arnesen frá störfum. Hann hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í eitt ár. Arnesen er sakaður um að hafa átt í leynilegum viðræðum við Chelsea og þar af leiðandi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Chelsea er uppvíst að því að falast ólöglega eftir starfsmönnum sem samningsbundnir eru öðrum félögum.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Völsung í gær

HK lagði Völsung að velli með fjórum mörkum gegn tveimur í fyrstu deild karla í fótbolta í gær. Þá skildu Leiftur/Dalvík og Huginn jöfn 1-1 og Fjarðarbyggð vann ÍR 2-0 í annarri deild.

Sport
Fréttamynd

Hefur beðið lengi eftir tækifærinu

Þegar Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson sleit krossbönd fyrir nærri tveimur árum ákvað hann að taka málin í eigin hendur. Hann vildi bestu mögulegu læknismeðferðina og stóð því sjálfur straum af kostnaði við tveggja mánaða endurhæfingarferð til Hollands.

Sport
Fréttamynd

Líklega ekki aftur með Arsenal

Ashley Cole, varnarmaður Arsenal, telur að hann muni aldrei spila fyrir bikarmeistarana á nýjan leik og ásakar varaformann félagsins, David Dein, um samningsdeilurnar sem urðu til þess að hann ræddi við Chelsea án leyfis en fyrir það fékk hann háa fjársekt. Cole er metinn á 20 milljónir punda og talið er að spænsku stórliðin Barcelona og Madrid vilji fá hann í sínar raðir.

Sport
Fréttamynd

Varnarlínan fjarri góðu gamni

Auðun Helgason, FH, og Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson voru í morgun valdir í íslenska landsliðið sem mætir Möltumönnum í undakeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag. Bjarni Ólafur er nýliði en Auðun á að baki fjölmarga landsleiki. Öll varnarlína landsliðsins sem hóf leikinn gegn Ungverjum í gær verður fjarri góðu gamni gegn Möltu.

Sport
Fréttamynd

Það var mikið mótlæti í leiknum

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti stórleik í gær en það reyndi mikið á íslenska liðið í leiknum eins og fram kemur í viðtali við kappann eftir leik.

Sport
Fréttamynd

Mikið óréttlæti í þessu

 „Eftir þennan leik er orðið óréttlæti það sem fyrst kemur upp í hugann. Við vorum að spila þetta vel og börðumst allan tímann, vorum miklu betri. Svo má setja stórt spurningamerki við það að gefa gul spjöld í báðum vítaspyrnudómunum." sagði Indriði Sigurðsson að leik loknum.

Sport
Fréttamynd

Króatar og Svíar unnu sína leiki

Króatar unnu útisigur á Búlgörum, 1-3, í undankeppni HM í knattspyrnu í dag en liðin leika í 8. riðli ásamt Íslandi. Þá unnu Svíar laufléttan heimasigur á Möltu, 6-0 á Nya Ullevi leikvanginum í Gautaborg. Króatar tróna á toppi riðilsins með 16 stig og Svíar fylgja fast á eftir með 15 stig. Ísland mætir Ungverjum á Laugardalsvelli nú kl. 18.05.

Sport
Fréttamynd

Ísland-Ungverjaland í beinni

Landsleik Íslands og Ungverjalands verður lýst beint á úrslitaþjónustu Vísis í dag. Leikurinn hefst kl. 18.05 og geta lesendur Vísis smellt <a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000201&st=NS&re=00060&sy=0" target="_blank">HÉR</a> eða á stöðuhnappinn hægra meginn við fréttadálk íþróttasíðunnar. Dómarakvartettinn kemur frá Portúgal og heitir dómarinn Lucilio Cardoso Cortez Batista. Hann er fertugur og dæmdi meðal annars í lokakeppni EM 2004.

Sport
Fréttamynd

Yfir 3000 miðar seldust í forsölu

Á fjórða þúsund miðar seldust í forsölu á leik Íslands og Ungverjalands sem mætast í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli í dag. Miðar sem keyptir voru í forsölu gilda á báða leiki Íslands nú í vikunni, gegn Ungverjum í dag og gegn Möltu á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

ÍSLAND-UNGVERJALAND Í BEINNI !

<a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000201&st=NS&re=00060&sy=0" target="_blank">FYLGIST MEÐ GANGI MÁLA Í LEIK ÍSLANDS OG UNGVERJALANDS Í UNDANKEPPNI HM Í BEINNI ÚTSENDINGU HÉR Á VÍSI.</a>

Sport
Fréttamynd

Bað Íslendinga afsökunar

Lothar Matthaus, þjálfari ungverska landsliðsins bað Íslendinga afsökunar eftir leikinn enda var það mjög ósanngjarnt að hans menn færu burt með öll þrjú stigin úr Laugardalnum í gær.

Sport
Fréttamynd

Sorglegt tap gegn slökum Ungverjum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er enn án sigurs í undakeppni HM eftir grátlegt tap gegn Ungverjum á Laugardalsvelli, 2-3. Ungverjar fengu tvö víti í leiknum og Ísland missti þrjá menn meidda af velli.

Sport
Fréttamynd

Samt stoltur af strákunum

Eggert Magnússon var ekki síður svekktur en aðrir með tapið gegn Ungverjum í gær. „Þetta var mjög óverðskuldað tap í dag, liðið var að spila vel og því var mjög svekkjandi að tapa þessu," sagði Eggert.

Sport
Fréttamynd

Mikið varið í ungu strákana

Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í gær þrátt fyrir tap. Hann hrósar ungu leikmönnunum sérstaklega. 

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári stóð sig langbest

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk 9 í einkunnagjöf Fréttablaðsins fyrir leikinn gegn Ungverjum í gær og var mörgum klössum fyrir ofan aðra menn á vellinum. Eiður Smári skoraði annað mark Íslands í leiknum og lagði upp hitt.

Sport
Fréttamynd

Chelsea enn að brjóta lögin?

Enska knattpspyrnufélagið Tottenham sem Emil Hallfreðsson leikur hjá hefur rekið hinn danska Frank Arnesen, yfirmann íþróttamála vegna ásakana um að hann hafi átt í ólöglegum viðræðum við Chelsea. Arnesen viðurkennir að hann vilji fara til Chelsea og er Tottenham að kanna forsendur fyrir lögsókn á hendur Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Kluivert til Valencia

Hollenski landsliðsframherjinn Patrick Kluivert, sem leikið hefur með Newcastle undanfarin misseri, hefur samþykkt að skrifa undir þriggja ára samning við spænska liðið Valencia. Samningur Kluiverts við Newcastle rennur út í sumar.

Sport
Fréttamynd

Sammer rekinn frá Stuttgart

Matthias Sammer var rekinn sem þjálfari Stuttgart eftir aðeins eitt ár í starfi. Þetta var tilkynnt í morgun en Stuttgart varð í 5. sæti og rétt missti af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Boltavakt Vísis - Dregið í leiknum

Dregið hefur verið í leik sem Vísir efndi til í tilefni opnunar Boltavaktarinnar. Tveir heppnir þátttalendur fengu miða fyrir tvo á landsleiki Íslands í undankeppni HM 2006, við Ungverjaland og Möltu. Fyrri leikurinn er á laugardag, 4. júní en sá síðari á miðvikudag, 8.júní. Vísir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum þátttökuna í leiknum.

Sport
Fréttamynd

West Ham á eftir Heiðari

Enn harðnar samkeppni úrvalsdeildarliðanna um Heiðar Helguson því samkvæmt fréttavef BBC í morgun vill West Ham fá Heiðar í sínar raðir. Watford hafnaði á dögunum 120 milljón króna tilboði frá Sunderland og er talið að West Ham, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, ætli að bjóða betur.

Sport