Körfubolti

Fréttamynd

Haukar lögðu KR

Einn leikur fór fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Haukar sigruðu KR 88-80 í Hafnafirði. Keflavík er efst í deildinni, eru nú þegar orðnar deildarmeistarar, með 32 stig, en Haukar eru í fjórða sæti með 20 stig. KR er á botninum með fjögur stig.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar ráku Kanana

Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sagt upp samningi við bandarísku leikmennina Matt Sayman og Antony Lackey. Hvorugur þeirra leikur því með Njarðvík í síðustu umferðinni í kvöld þegar liðið mætir Haukum.

Sport
Fréttamynd

Báðir kanar Njarðvíkur á heimleið

Njarðvíkingar hafa ákveðið að skipta um báða Bandaríkjamennina í sínu liði og eru þeir Matt Sayman og Anthony Lackey því á heimleið. Það er aðeins vika í að úrslitakeppnin hefst og því er tímasetning þessarra breytinga ekki góð en tölfræðin sýnir af hverju hún var nauðsynleg ætli liðið sér að vinna Íslandsmeistaratitlinn í 13. skiptið.

Sport
Fréttamynd

Helm búinn að bæta stigametið

Joshua Helm, leikmaður KFÍ, hefur vakið mikla athygli í vetur þótt gengi liðsins hafi ekki verið burðugt og fall í 1. deild sé staðreynd. Helm er langstigahæsti leikmaður Intersportdeildarinnar í vetur, hefur skorað 781 stig í 21 leik sem gera 37,2 stig að meðaltali í leik.

Sport
Fréttamynd

Boston vann Lakers

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar helst til tíðinda að Antoine Walker spilaði sinn fyrsta leik með Boston Celtics á heimavelli síðan hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik og leiddi það ásamt Paul Pierce til sigurs gegn Kobe Bryant og félögum í Los Angeles Lakers.

Sport
Fréttamynd

Ekki nógu stöðugir

Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur ákveðið að segja upp samningum við Anthony Lackey og Matt Sayman. "Það var okkar mat að þá skorti stöðugleika," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins.

Sport
Fréttamynd

WNBA-stjarna til Grindavíkur

Kvennalið Grindavíkur hefur styrkst mikið fyrir lokaátökin í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn í kvennakörfunni. Grindavík hefur nefnilega ráðið til sín 29 ára bakvörð, Ritu Williams, sem hefur leikið 186 leiki í bestu deild í heimi, kvennadeild NBA.

Sport
Fréttamynd

Fín afmælisgjöf frá Iverson

Chris Webber fékk góða gjöf á 32 ára afmæli sínu frá Allen Iverson er lið þeirra, Philadelphia 76ers, sótti Milwaukee Bucks heim í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Mourning samdi við Miami Heat

Forráðamenn Miami Heat í NBA-körfuboltanum tilkynntu í gær að liðið hefði gert samning við miðherjann Alonzo Mourning. Mourning, sem er 35 ára að aldri, var valinn annar í nýliðavalinu árið 1992 á eftir Shaquille O´Neal sem leikur einmitt með Heat.

Sport
Fréttamynd

Keflavík deildarmeistari

Einn leikur fór fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld er Keflavík tók á móti stöllum sínum úr Grindavík og sigruðu 88-72 eftir að hafa leitt í hálfleik 42-29. Keflavík hafði fyrir leikinn þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og fengu bikarinn afhentan eftir leik.

Sport
Fréttamynd

Helgi Jónas breytir miklu

Vegna meiðsla hefur Helgi Jónas Guðfinnsson aðeins spilað fimm leiki með Grindavík í Intersportdeildinni í körfubolta í vetur en þegar þessi 29 ára bakvörður er í leikmannahópi liðsins má finna mikil batamerki á leik liðsins.

Sport
Fréttamynd

Mikil ákveðni í að klára þetta

"Það er komið aftur liðheildarbragur á þetta hjá okkur, hver og einn leikmaður er farinn að skila sínu og útlendinguinn fellur vel inn í þetta. Þetta lítur bara vel út en núna er bara úrslitakeppnin framundan" sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Keflavíkur í kvennakörfunni

Sport
Fréttamynd

Pistons besta liðið í NBA?

Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum er loks farið að vekja þá lukku sem vonir stóðu til eftir fremur slakt gengi fyrir áramót.

Sport
Fréttamynd

Kobe Bryant borgar stúlkunni

Lögfræðingar körfuboltastjörnunnar Kobe Bryant leikmanns Los Angeles Lakers í NBA boltanum náðu í kvöld, að íslenskum tíma, utanréttarsamkomulagi við lögfræðinga stúlkunnar sem kærði hann fyrir nauðgun í júní 2003 en málið vakti heimsathygli eins og skemmst er að minnast.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í Madison Square Garden

Þær voru æsispennandi, lokamínúturnar í Madison Square Garden í gærkvöld þar sem Los Angeles Lakers var í heimsókn hjá New York Knicks í NBA-deildinni í körfuknattleik. Það stefndi allt í stórsigur heimamanna en þeir komust mest í 18 stiga forystu í síðari hálfleik en með miklu harðfylgi náði Lakers að jafna og knýja fram framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Frábær febrúar Helenu og Hauka

Kvennalið Hauka hefur slegið í gegn í kvennakörfunni í vetur og þá sérstaklega eftir áramót en liðið hefur nú unnið 8 af 11 leikjum sínum á árinu 2005 og einn af sigrinum kom einmitt í bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík í Höllinni.

Sport
Fréttamynd

Lakers tapaði í framlengingu

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar helst til tíðinda að Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers töpuðu fyrir New York Knicks eftir framlengdan leik, 117-115. Það var bakvörðurinn Stephon Marbury sem tryggði Knicks sigur með því að hitta úr tveimur vítaskotum þegar tólf sekúndur voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór efstur í kosningu FIBA

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikmaður sem leikur með rússneska félaginu Dynamo í Pétursborg, er í efsta sæti í netkosningu fyrir stjörnuleik Evrópudeildar FIBA sem fram fer á Kýpur 14. apríl. Jón hefur fengið 23 prósent atkvæða í stöðu bakvarðar Evrópuliðsins sem mun mæta úrvalsliði frá öðrum heimsálfum.

Sport
Fréttamynd

Jakob valinn í úrvalslið

Körfuknattleiksmaðurinn Jakob Sigurðarson hjá Birmingham Southern háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum, var í gær valinn í annað úrvalslið Big South deildarinnar en þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Birmingham Southern mætir Radford í kvöld í 8-liða úrslitum Big South. Áhugasamir geta fylgst með leiknum í beinni útsendingu á Netinu.

Sport
Fréttamynd

Grindavík fór létt með KFÍ

Einn leikur fór fram í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík vann auðveldan sigur á botnliði KFÍ, 102-73 og er nú í 8. sæti með 20 stig eða 14 stigum á eftir Keflvíkingum sem trygðu sér deildarmeistaratitilinn um helgina.

Sport
Fréttamynd

ÍS vann 300. leik Hafdísar

Stúdínur unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 66-61, í 1. deild kvenna í kvöld en þetta var tímamótaleikur fyrir Hafdísi Helgadóttur sem lék sinn 300. leik í efstu deild í Kennaraháskólanum í kvöld. Með sigrinum á ÍS enn möguleika á 2. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Keflavík deildarmeistari

Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í gærkvöld, þegar þeir lögðu granna sína í Njarðvík, 94-82.

Sport
Fréttamynd

Lakers í vanda

Lið Los Angeles Lakers er í miklum vandræðum þessa dagana og útlitið ekki gott hjá liðinu varðandi úrslitakeppnina.

Sport
Fréttamynd

Hildur góð en Jamtland úr leik

Góður leikur Hildar Sigurðardóttur dugði ekki liði hennar Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni um helgina en eftir tveggja stiga tap liðsins gegn Växjö Queens á laugardaginn er ljóst að liðið kemst ekki í úrslitakeppnina sem var stefna liðsins í upphafi vetrar. Hildur stóð sig mjög vel í þessum jafna og spennandi leik en hún var með 23 stig og 11 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Suns marði Mavericks

Dallas Mavericks tók á móti Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt en liðin tvö hafa verið í toppbaráttunni í deildinni í vetur. Suns lék án leikstjórnandans Steve Nash sem er meiddur á læri.

Sport