Fastir pennar

Fréttamynd

Uppvakningur tekinn í fóstur

Sagt var að siðfræði margra þeirra sem áttu og stjórnuðu gömlu bönkunum fyrir hrun hefði rúmast í þessari setningu: "Við eigum þetta, við megum þetta." Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vísaði í þessa hugsun í sjónvarpsviðtali nýlega þegar hann var að skýra þá ákvörðun meirihluta Alþingis að ákæra fyrrum forsætisráðherra einan vegna hrunsins og sleppa ráðherrum Samfylkingarinnar. Og í þessari viku skaut svo þetta hugarfar upp kollinum á ný eins og uppvakningur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Goðsögnum hnekkt

Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nemendurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brjótið lög!

Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið sett mikinn þrýsting á lífeyrissjóði landsins um að brjóta lög og taka þátt í að hjálpa þeim að ná skammtímamarkmiðum sínum, á kostnað langtímahagsmuna eigenda sjóðanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskaði eftir því í byrjun október 2008 að lífeyrissjóðirnir flyttu heim helming erlendra eigna sinna, sem þá voru um 250 milljarða króna virði. Ekki þarf að tíunda hvað slík aðgerð hefði haft í för með sér hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna og komið í veg fyrir að á hana reyndi. Féð hefði enda væntanlega verið fest, að minnsta kosti að hluta, í fjármálagerningum föllnu bankanna eða ógjaldfærra skuldara þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímamót í mannréttindabaráttu

Það eru merkileg tímamót í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar valdamesti maður heims, Barack Obama forseti Bandaríkjanna, lýsir yfir stuðningi við hjónaband fólks af sama kyni. Forveri hans, George W. Bush, var ekki eingöngu andvígur þessum réttindum heldur reyndi hann að fá stjórnarskrá Bandaríkjanna, því merka mannréttindaplaggi, breytt þannig að hún bannaði fólki að njóta þeirra. Þegar það er haft í huga er enn skýrara hversu mikil breyting hefur orðið í Hvíta húsinu á skömmum tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óþörf styrjöld

Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveginn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Makríllinn og Evrópusambandið

Þarf deilan um makrílinn að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? Svarið er : Hjá því verður tæplega komist. Álitaefnið er hitt: Hvers konar áhrif?

Fastir pennar
Fréttamynd

Taka niður vegg

Tveir lagaprófessorar komast að þeirri niðurstöðu í álitsgerð, sem utanríkismálanefnd Alþingis hefur til umfjöllunar, að nýjar Evrópureglur um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit stangist á við stjórnarskrá Íslands, eins og Fréttablaðið greinir frá í dag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nám er nauðsyn

Brottfall nemenda úr framhaldsskólum er meira hér á landi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Einhver teikn munu vissulega vera um að þróunin sé heldur í rétta átt en hitt en engu að síður er staðan ekki viðunandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vaðlaheiðarvegavinnuvarnaðarorð

Þingmenn ræða á næstu dögum frumvarp Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra þar sem hún fer fram á heimild Alþingis til að lána Vaðlaheiðargöngum hf. 8,7 milljarða króna af peningum skattgreiðenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Markmið í ójafnvægi

Greinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á framsali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina ýmsu „potta“ muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitískir puttar í lífeyrissjóðina

Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á ársfundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórnmálanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega varasamar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veikasti hlekkurinn

Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Talað upp í vindinn

Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins notuðu nýafstaðna flokksráðsfundi til að lýsa yfir því að kosningabaráttan væri hafin þó að meir en ár lifi af kjörtímabilinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðin sem réð við spilafíkn

Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miklu stærri slagur

Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnlagaklúður

Stjórnarmeirihlutanum á Alþingi virðist ætla að takast að klúðra enn einu stórmáli, endurskoðun stjórnarskrárinnar. Uppleggið var þó ekki slæmt. Alþingi hefur aldrei ráðið við það verkefni sitt að endurskoða stjórnarskrána í heild, sem stefnt var að fljótlega eftir lýðveldisstofnun. Málið hefur alltaf týnzt ofan í skotgröfum flokka- og kjördæmapólitíkur. Það var þess vegna rétt ákvörðun að taka það úr hinum hefðbundna farvegi samningaviðræðna stjórnmálaflokka og fela stjórnlagaþingi að semja drög að nýrri stjórnarskrá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Árans umhverfisreglugerðirnar

Sérákvæði sem gilt hafa fyrir eldri sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi. Það þýðir að fyrir næstu áramót er öllum sorpbrennslustöðvum á Íslandi gert að uppfylla kröfur sem gerðar eru til sambærilegrar starfsemi annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvizka heimsins rumskar

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp sinn fyrsta dóm í síðustu viku, yfir kongóska stríðsherranum Thomas Lubanga. Hann var fundinn sekur um að hafa rænt fjölda barna og þvingað þau til að taka þátt í hernaði og ýmiss konar grimmdarverkum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sorann úr hillunum!

Ein af mikilvægustu ríkisstofnununum er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Hún hefur ekki bara einkarétt á að selja okkur áfengar veigar, heldur passar hún líka að fólk fái ekki ranghugmyndir um leið og það neytir þeirra eða taki upp á einhverri vitleysu annarri en þeirri sem sjálfur vínandinn kemur inn hjá því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vitlaus eða vitiborin þjóð?

Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál.

Skoðun
Fréttamynd

Bullhagfræði lýðskrumaranna

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skrifaði rökfasta grein hér í blaðið í gær þar sem hann útskýrði í einföldu og auðskildu máli hvernig allar hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda leiða til sömu eða svipaðrar niðurstöðu; að reikningurinn verði sendur skattgreiðendum og/eða lífeyrisþegum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þingið sem treysti sér ekki

Stjórnarskrá Íslands verður ekki breytt nema með samþykki tveggja þinga með kosningum á milli. Það vald verður að óbreyttu ekki framselt annað. Né heldur er hægt að framselja ábyrgðina af því að vandað sé til verksins, þótt þingið kunni að langa til þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gullöld mannsins

Við lifum lengsta frið frá stríðum stórvelda frá því stærri ríki tóku að myndast fyrir þúsundum ára. Það eru nær sjötíu ár frá því að stórveldum heimsins laust síðast saman í styrjöld. Milljónir hafa fallið vegna stríðsátaka á þessum tíma en heimurinn hefur ekki þurft að þola styrjaldir stórvelda um forustu í heiminum eða yfirráð á einstökum svæðum hans. Þessar fimmtíu aldir frá því Súmerar fóru að skrifa hluti hjá sér voru allar með öðrum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótal tækifæri

Sjö fyrirtæki sem eru beint eða óbeint, að hluta eða í heild í eigu Landsbankans verða skráð í Kauphöll Íslands á næstu misserum, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þá hefur Steinþór Pálsson, forstjóri bankans, sagt að hugsanlegt sé að bankinn sjálfur verði skráður á markað á þessu ári og þá væntanlega minnihluti í honum seldur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað næst?

Flestir eru sammála um að tímabært sé að þjóðin eignist nýja og frumsamda stjórnarskrá. Sú sem staðið hefur lítið breytt frá stofnun lýðveldisins er, auk þess að vera gömul, aðlöguð útgáfa af þeirri stjórnarskrá sem gilti í Danmörku um miðjan fimmta áratug síðustu aldar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háflug og fullveldi

Þegar Benedikt Sveinsson flutti frumvarp á Alþingi um stofnun háskóla þótti ýmsum nóg um hátt flug þingmannsins. Það minnti Grím Thomsen til að mynda á flug valsins þegar hann er kallaður fálki. Nú bregður svo við að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að fullveldi þjóðarinnar sé í húfi vegna háflugs opinberra starfsmanna til Brussel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vítahringur Vestursins

Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímabært að taka sönsum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að sniðganga besta kostinn

Starfsemi Barnahúss hefur staðið frá árinu 1998. Hlutverk þess er að sinna málum barna sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreiti. Fljótlega eftir að starfsemi hússins hófst kom í ljós góður árangur af starfinu og starfið í húsinu hefur á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess fengið viðurkenningar og verið fyrirmynd að sambærilegum húsum í öðrum löndum.

Fastir pennar