Erlent

Líkams­leifar fundust nærri æfinga­svæði Manchester United

Aron Guðmundsson skrifar
Mynd af vettvangi
Mynd af vettvangi Mynd: Peter Byrne/pa

Lögreglan í Manchester á Englandi hefur sett af stað morðrannsókn eftir að líkamsleifar af manneskju, vafnar inn í plast, fundust nærri æfingasvæði úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í gær. 

Að sögn breska blaðsins The Telegraph hefur æfingarsvæði Manchester United í Kersal Dale í Salford, sem hýsir æfingaaðstöðu akademíu félagsins, nú verið lokað tímabundið á meðan að rannsókn á vettvangi stendur yfir.

Kalla þurfti til meinafræðing til þess að fá úr því skorið hvort að líkamsleifarnar sem fundust væru af manneskju. Leit stendur nú yfir að frekari líkamsleifum.

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið sem stendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×