Innlent

Fluttu slasaðan mann eftir bíl­slys nærri Gull­fossi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hægt var að bregðast fljótt við þar sem áhöfn þyrlunnar var við æfingar þegar útkallið barst.
Hægt var að bregðast fljótt við þar sem áhöfn þyrlunnar var við æfingar þegar útkallið barst. Vísir/Vilhelm

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti í dag mann á sjúkrahús eftir bílveltu á Kjalvegi, norður af Gullfossi. Áhöfnin var við hefðbundnar æfingar og á svæðinu þegar útkallið barst.

Vegna þess að þyrlan var þegar á flugi var hægt að bregðast fljótt við. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir útkallið hafa borist um korter fyrir fjögur.

Þyrlunni hafi svo verið lent við sjúkrahúsið tæpri klukkstund síðar eða um tuttugu mínútur í fimm.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi voru fimm í bílnum sem valt á Kjalvegi. Einn þeirra var fluttur á sjúkrahús með þyrlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×