Innlent

Bílvelta á gatna­mótum Holtavegs og Sæ­brautar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Engan sakaði þegar bíll valt á gatnamótum Holtavegs og Sæbrautar.
Engan sakaði þegar bíll valt á gatnamótum Holtavegs og Sæbrautar. Aðsend

Umferðarslys varð seinnipartinn í dag á gatnamótum Holtavegs og Sæbrautar. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en engan þurfti að flytja á slysadeild. 

Tilkynnt var um slysið rétt eftir klukkan 15 í dag og var vinnu á vettvangi lokið tæpri klukkustund síðar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um að ræða tvo bíla og eins og má sjá á myndinni að ofan er í það minnsta annar þeirra ekki ökuhæfur. Ekki er ljóst hvað varð til þess að bílinn valt en hann verður fluttur af vettvangi. 

Á kortinu hér að neðan sést hvar slysið varð. 

Fréttin var uppfærð klukkan 16:07.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×