Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á Grindavík en líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt að mati sérfræðinga. 

Þá heyrum við í stjórnmálafræðingi um ríkisstjórnarsamstarfið en tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sendu í morgun frá sér pistla þar sem framganga Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra er harðlega gagnrýnd. 

Einnig heyrum við í Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni prófessor í sögu Mið-Austurlanda en hann óttast að fleiri ríki dragist inn í átökin fyrir botni Miðjarðarhafs.

Að auki fjöllum við um nýtt verkefni sem nýsköpunarráðherra kynnti í morgun sem skapar að hennar sögn gríðarleg tækifæri til fjárfestingar fyrir íslensk fyrirtæki.

Og í íþróttapakkanum er það EM sem verður í forgrunni en þetta stórmót hefst í dag í Þýskalandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×