Innlent

Grinda­víkur­vegur á­­fram lokaður vegna skjálfta­virkni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á veginum í kvöld. Vegurinn verður þrátt fyrir það áfram lokaður.
Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á veginum í kvöld. Vegurinn verður þrátt fyrir það áfram lokaður. Vegagerðin

Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á honum fyrr í kvöld. Vegurinn verður þó áfram lokaður vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Vegagerðarinnar. Veginum var lokað um sexleytið eftir að stór sprunga myndaðist á honum miðjum.

Í færslunni segir að bráðabirgðaviðgerðum sé lokið en vegurinn sé þó enn nokkuð laskaður þrátt fyrir viðgerðirnar. Vegurinn verður áfram lokaður að beiðni lögreglu.

Grindavíkurvegur er enn töluvert laskaður þrátt fyrir viðgerðir Vegagerðarinnar.Vegagerðin

Þá segir að ákvarðanir verði teknar í ljósi aðstæðna en staðan verði metin jafnóðum. Unnið er af fullu við að hálkuverja hjáleiðir um Nesveg og Suðurstrandarveg en mikil hálka er á vegum.

Töluverð skjálftavirkni er enn á svæðinu og verður vegurinn því ekki opnaður að nýju.Vegagerðin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×