Innlent

Tveir slasaðir eftir mótor­hjóla­slys

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þyrlan mun flytja hinn slasaða af vettvangi.
Þyrlan mun flytja hinn slasaða af vettvangi. Vísir/Vilhelm

Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit. 

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, voru tveir fluttir slasaðir á Landspítalann í Fossvogi af vettvangi.

Útkallið barst laust fyrir klukkan 13:00 í dag. Að sögn Ásgeirs var þyrlan kölluð út á hæsta forgangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×