Innlent

Var rændur og þurfti á slysadeild

Samúel Karl Ólason skrifar
Tíu voru látnir gista fangageymslur í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar, þar af sex vegna líkamsárásar.
Tíu voru látnir gista fangageymslur í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar, þar af sex vegna líkamsárásar. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu.

Tíu voru látnir gista fangageymslur í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar, og voru þrír kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa.

Sex af þeim tíu sem voru vistaðir í fangaklefa í nótt voru þar vegna einnar líkamsárásar. Hún er til rannsóknar í lögreglustöð fjögur, þar sem séð er um Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, en mennirnir voru settir í fangageymslu í þágu rannsóknar á líkamsárásinni.

Þá barst tilkynning í nótt um ökumann sem ók á móti umferð. Sá sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók einnig utan í tvo bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×