Innlent

Slasaðist í Kerlingar­fjöllum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þyrla gæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Þyrla gæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Vísir/Vilhelm

Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út um kvöld­matar­leytið vegna konu sem slasaðist í Kerlingar­fjöllum.

Að sögn Ás­geirs Er­lends­sonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, eru meiðslin ekki al­var­leg. Við­bragðs­aðilar á vett­vangi hafi vegna að­stæðna hins­vegar á­kveðið að kalla til að­stoðar þyrlunnar.

Þyrlan flutti konuna á Land­spítalann í Foss­vogi. Þyrlan hefur nú lokið út­kallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×