Erlent

Bý­flugna­her tók yfir Man­hattan

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vinstra megin má sjá býflugnabónda fjarlægja býflugurnar af hlið hótelsins en hægra megin má sjá gífurlegt býflugnagerið sveima um Manhattan.
Vinstra megin má sjá býflugnabónda fjarlægja býflugurnar af hlið hótelsins en hægra megin má sjá gífurlegt býflugnagerið sveima um Manhattan. Skjáskot/Youtube

Þúsundir býflugna gerðu sig heimkomnar utan á hóteli á Manhattan með þeim afleiðingum að loka þurfti heilli húsaröð á mótum Broadway og 54. götu.

Lögreglan í New York fékk óvenjulegt símtal rétt fyrir hádegi á föstudag. 

Býflugur í þúsundatali höfðu hertekið heila götublokk í Manhattan á horni gatnanna Broadway og 54. götu, sem hefur verið jafnan verið kallað „Big Apple Corner“. 

Býflugnagerið var svo fjölmennt að úr fjarlægð minnti það helst á snjókomu, eða býflugnaher tilbúinn til átaka.

Eftir rannsókn lögreglumanna kom í ljós að býflugurnar höfðu búið sér til heimili utan á hlið hótels hátt yfir götunni. 

Býflugnabændur voru kallaðir á vettvang, voru hífðir upp með körfubíl og skófu býflugurnar af rúðum hótelsins. Myndband af hótelbýflugunum má sjá hér að ofan, sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×