Innlent

Varð rafmagnslaust á Norðurlandi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Rafmagnslaust er á Akureyri og víðar sökum útleysingar.
Rafmagnslaust er á Akureyri og víðar sökum útleysingar. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust var á Akureyri, Dalvík og í nærsveitum sökum útleysingar á Rangárvöllum. Að því fram kemur á vef Landsnets voru allir notendur á Akueryri og nágrenni eru án rafmagns.

Samkvæmt tilkynningum frá stjórnstöð Landsnets átti útleysing á Rangárvöllum sér stað klukkan 18:26 í kvöld. Verið er að skoða ástæðu útleysingar og undirbúa uppbyggingu.

Rafmagnsleysið hefur til að mynda haft áhrif á leik KA og Víkings í bestu deild karla. Þegar um hálftími var liðinn af leiknum fór rafmagnið af á vellinum. Sjónvarpsútsending frá leiknum datt út en samkvæmt beinni lýsingu frá leiknum kom rafmagnið aftur á völlinn nokkrum mínútum síðar.

Samkvæmt Landsneti eru allir notendur komnir aftur með rafmagn eftir útleysinguna.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×