Erlent

Biden heimsækir Norður-Írland

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands tók á móti Joe Biden Bandaríkjaforseta á flugvellinum í Belfast. 
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands tók á móti Joe Biden Bandaríkjaforseta á flugvellinum í Belfast.  AP Photo/Patrick Semansky

Mikil öryggisgæsla er nú á Norður-Írlandi en Joe Biden Bandaríkjaforseti komar þangað í opinbera heimsókn í gærkvöldi.

Forsetinn mun næstu fjóra dagana ferðast um allt Írland en heimsóknin er farin til að minnast þess að tuttugu og fimm ár eru nú liðin síðan Belfast friðarsamningarnir voru undirritaðir sem oft eru kenndir við föstudaginn langa. Samkomulagið hjálpaði til við að binda enda á um þrjátíu ára ófrið á Norður-Írlandi á milli kaþólikka sem vilja tilheyra Írlandi og mótmælenda sem vilja vera áfram undir bresku krúnunni. Átökin eru talin hafa kostað um 3500 manns lífið.

Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseti beitti sér mjög fyrir samningunum á sínum tíma sem útskýrir komu eftirmanns hanns nú til Írlands. Á Norður-Írlandi mun hann ræða við Rishi Sunak forsætisráðherra Breta og helstu forkólfa stjórnmálaflokkanna á Norður-Írlandi.

Forsetinn fer því næst til Írlands þar sem hann fundar með forseta landsins og heimsækir slóðir forfeðra sinna, en Biden á ættir að rekja til Írlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×