Innherji

Stað­festi um­deildar breytingar þrátt fyrir and­mæli FME

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Þrátt fyrir neikvæðar umsagnir FME hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfest 17 af 18 breytingum á samþykktum lífeyrissjóða. 
Þrátt fyrir neikvæðar umsagnir FME hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfest 17 af 18 breytingum á samþykktum lífeyrissjóða. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fordæmalausar breytingar á samþykktum lífeyrissjóða, sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli kynslóða, þrátt fyrir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefði gefið neikvæða umsögn og ráðlagt ráðuneytinu að synja sjóðunum staðfestingu. Að mati eftirlitsins er ekki lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×