Viðskipti

Evolv í vexti og ræður þrjá starfsmenn

Atli Ísleifsson skrifar
Rebekka Rán Eiriksdóttir Figueras, Egill Agnar Októsson og Karítas Etna Elmarsdóttir, nýir starfsmenn Evolv. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú átta talsins.
Rebekka Rán Eiriksdóttir Figueras, Egill Agnar Októsson og Karítas Etna Elmarsdóttir, nýir starfsmenn Evolv. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú átta talsins. Evolv

Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv hefur ráðið inn þrjá nýja starfsmenn í teymið, Karítas Etnu Elmarsdóttur, Egil Agnar Októsson og Rebekku Rán Eriksdóttur Figueras, og munu þau öll aðstoða viðskiptavini Evolv við innleiðingu á stafrænu vinnuafli.

Egill Agnar er útskrifaður með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en Karítas Etna og Rebekka Rán eru báðar útskrifaðar með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þau munu sinna því hlutverki að vinna náið með viðskiptavinum Evolv við að greina tækifæri til sjálfvirknivæðingar og þróa lausnir sem leysa handvirka ferla.

Evolv er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu og þróun á stafrænu vinnuafli. Evolv var stofnað árið 2020 og hefur á stuttum tíma orðið leiðandi fyrirtæki á Íslandi í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×