Leikjavísir

Stiklusúpa: Allt það helsta sem sýnt var á Game Awards

Samúel Karl Ólason skrifar
Stiklusúpa2

Verðlaunahátíðin Game Awards fór fram í gærkvöldi en eins og svo oft áður notuðu leikjaframleiðendur tækifærið til að kynna tölvuleiki sem verið er að vinna að. Meðal þess sem opinberað var í gær var framhaldsleikur Death Stranding nýtt myndefni úr Diablo 4.

Þá var opinberað að leikarinn Idris Elba spilar stóra rullu í aukapakka Cyberpunk 2077 sem gefinn verður út á næsta ári.

Hér að neðan má sjá stiklað á stóru yfir það sem kynnt var í gær en vert er að benda á að það er ekki í neinni sérstakri röð.

Death Stranding 2

Hinn víðfrægi Hideo Kojima opinberaði í gær að verið er að gera nýjan Death Stranding leik. Sá ber titillinn Death Stranding 2 og gefur stiklan sem sýnd var í gær til kynna að Sam þurfi að

Sjá einnig: Einstakur leikur sem er grútleiðinlegur á köflum

Leikararnir Norman Reedus og Léa Seydoux snúa ftur í DS2 en Kojima sagði frá því í gær að hann hefði verið búinn að skrifa framhaldsleik fyrir nokkrum árum síðan en hafi endurskrifað hann allan eftir faraldur Covid hófst.

Diablo IV

Í fjórða Diablo leiknum eiga spilarar að berjast gegn Lilith og bjarga heiminum, eins og gengur og gerist. Leikurinn var opinberaður í nóvember 2019 en hann gerist á eftir Diablo 3: Reaper of Souls.

Ný stikla fyrir Diablo var sýnd í gær og þá kom fram að hann á að koma út í júní.

Halsey steig einnig á svið á Game Awards og flutti lagið Lilith.

Cyberpunk 2077: Phantom Liberty

CD Projekt Red birti í gær aðra stiklu Phantom Liberty. Það er aukapakki við leikinn Cyberpunk 2077. Sá kom fyrst út árið 2020 og var mjög svo umdeildur. Síðan þá hafa starfsmenn CDPR gert umfangsmiklar breytingar á honum og lagfært mikið af þeim fjölmörgu göllum voru á honum.

Sjá einnig: Átta ára bið lokið en fjölmargir gallar koma niður á annars geggjuðum leik

Leikarinn Keanu Reeves spilar stórt hlutverk í Cyberpunk 2077 en í gær kom í ljós að nú er önnur stjarna að bætast við. Það er leikarinn Idris Elba, sem leikur mann sem kallast Solomon Reed.

Armored Core 6 Fires of Rubicon

From Software, sem eru hvað þekktastir fyrir Souls leikina og Elden Ring, sýndi stiklu nýs leikjar í gær. Sá leikur heitir Armored Core 6 Fires of Rubicon en enn sem komið er er lítið vitað um hann.

Stiklan sýnir vélmenni berjast sín á milli.

Hades 2

Leikurinn Hades er af mörgum talinn vera einn af heimsins bestu leikjum. Það kemur því lítið á óvart að verið sé að gera framhaldsleik. Sá leikur var opinberaður í gær og ber hann nafnið Hades 2.

Tekken 8

Það vita allir hvað Tekken er. Mis-móðgandi steríótýpur að slást. Áttundi bardaleikurinn er nú að líta dagsins ljós og hann snýst eins og allir hinir um Jin Kazama. Jun Kazama, móðir hans snýr einhvern veginn aftur, en hún á að hafa dáið í Tekken 2.

Street Fighter 6

Við fengum einnig að sjá stiklu fyrir leikinn Street Fighter 6. Hvort þessi leikur nái loksins þeim hæðum sem bíómyndin með Van Damme náði um árið á eftir að koma í ljós.

Horizon Forbidden West Burning Shores

Ferðalögum framtíðarfrumbyggjans Aloy er ekki lokið enn. Hún er enn að reyna að bjarga heiminum frá enn einni tortímingunni og að þessu sinni þarf hún að fljúga risaeðluvélmennum sínum til Los Angeles.

Sjá einnig: Í meistaraflokki opinna heima

Burning Shores er aukapakki leikjarinns HFW. Aukapakkinn verður gefinn út þann 19. apríl en verður eingöngu aðgengilegur á PS5.

Final Fantasy 16

Leikurinn Final Fantasy 16 verður gefinn út í júní. Square Enix birti nýja stiklu fyrir leikinn á Game Awards sem varpar frekara ljósi á bardagakerfi leiksins.

Allskonar meira

Hér að neðan má svo sjá fleiri stiklur sem birtar voru í gær. Þarna er allskonar fyrir alla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×