Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, ofbeldisalda á Íslandi og mannréttindabrot í Íran verða fyrirferðamikil í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ákvörðun Seðlabankans frá því í gær um að hækka vexti á landinu fór afar illa í samningaaðila vinnumarkaðarins og af því tilefni boðaði forsætisráðherra aðilana á sinn fund í morgun til að taka stöðuna. Nú funda menn með ríkissáttasemjara til að kanna viðræðugrundvöll í framhaldinu.

Væringar í undirheimum borgarinnar halda áfram og í nótt virðist reyksprengju hafa verið kastað inn um glugga skemmtistaðar í miðbænum. Þessi mál voru einnig rædd á Alþingi í morgun. 

Mannréttindamál í Íran voru rædd á sérstökum fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í morgun að beiðni Íslendinga og Þjóðverja. Fulltrúi Írans í ráðinu segir þjóðirnar tvær skorta siðferðilegan trúverðugleika til að geta gagnrýnt aðrar þjóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×