Innlent

Ný vef­­mynda­­vél vaktar Hvít­á

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mynd úr Vefmyndavél Elmars.
Mynd úr Vefmyndavél Elmars. Fengið frá ellisnorra.is

Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 

Í færslu í Eldfjallafræði og náttúrvárhóps Háskóla Íslands á Facebook segir að LANDSAT-8 gervitunglamynd frá 16. ágúst sýni háa stöðu lónsins. Þar segir jafnframt að aðeins þrisvar hafi hlaupið úr lóninu, í ágúst árið 2020, í ágúst árið 2017 og í september árið 2014.

Samkvæmt Veðurstofunni er hlaup mögulegt á næstu dögum eða vikum en vatnsstaða Hafrafellslóns hafi hækkað vegna úrkomu og bráðnunar jökulsins. 

Eftir jökulhlaupið 2020 barst Svartá upp á bakkana og varð mikill laxadauði eftir það. 

Elmar Snorrason hefur gripið til þess að koma upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell. Vefmyndavélin gefi vonandi meiri fyrirvra til þess að hægt sé að bregðast við aðstæðum en hægt er að sjá uppfæslu myndavélarinnar á tveggja mínútna fresti með því að smella hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×