Erlent

Þrettán létust í elds­voða á skemmti­stað

Árni Sæberg skrifar
Skemmtistaðurinn Mountain B brann nánast til kaldra kola í nótt.
Skemmtistaðurinn Mountain B brann nánast til kaldra kola í nótt. Anuthep Cheysakron/AP

Minnst þrettán létust og 35 slösuðust eftir að eldur kviknaði á skemmtistað í Taílandi í nótt.

Reuters hefur eftir lögreglunni í Chonburi héraði í Taílani að eldsupptök séu enn óljós og að allir hinir látnu séu taílenskir ríkisborgarar.

Vitni sem ræddi við staðarmiðla sagði eldinn hafa brotist út hægra megin við svið það sem söngvari tróð upp. Sá hafi öskrað að kviknað væri í og fleygt hljóðnema í eldinn.

Forsætisráðherra Taílands, Prayuth Chan-ocha, hefur heitið fjölskyldum hinna látnu aðstoð ríkisins og hvatt staðarhaldara um allt Taíland til að hafa brunavarnir í lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×