Innlent

Jarð­skjálfti ná­lægt Gríms­vötnum af stærðinni 3,7

Bjarki Sigurðsson skrifar
Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011.
Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011. Vísir/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist 2,7 kílómetra norðnorðaustur af Grímsfjalli klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Fyrir utan þennan stóra skjálfta hefur verið lítið um virkni á svæðinu.

Í samtali við fréttastofu segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að verið sé að kemba í gegnum gögnin um skjálftann.

„Það er ekki mikil smáskjálftavirkni sem stendur. Það hafa mælst nokkrir skjálftar um og yfir einn að stærð en það er ekki algengt að fá svona stóra skjálfta,“ segir Sigurlaug.

Eldstöðin Grímsvötn er staðsett austur af Grímsfjalli og gaus síðast árið 2011. Það gos var sennilega það stærsta í Grímsvötnum í heila öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×