Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga. Við ræðum við náttúruvársérfræðing í kvölsfréttatímanum en hann útilokar ekki eldgos.

Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn.

Þá tökum við púlsinn á þjóðhátíðargestum í veðurblíðunni og ræðum við skipuleggjanda Innipúkans í beinni útsendingu.

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa látist í flóðum í Appalachiafjöllum í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal sex börn. Ríkisstjóri Kentucky-héraðs gerir ráð fyrir að tala látinna muni hækka en umfangsmikil leit að fólki stendur nú yfir. Við fjöllum um málið.

Einnig fjöllum við um snjókomu í júlímánuði og kíkjum á harmonikkuball á Borg í Grímsnesi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×