Erlent

Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Erfitt hefur reynst að ná tökum á eldunum í Kaliforníu og neyðarástandi hefur verið lýst yfir.
Erfitt hefur reynst að ná tökum á eldunum í Kaliforníu og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. epa

Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 

Skógareldunum hefur vaxið ásmegin síðan á föstudag og hafa slökkviliðsmenn átt erfitt með að koma böndum á eldinn. „Sprengjugjarn eldurinn er mikil áskorun fyrir slökkviliðsmenn,“ segir í tilkynningu frá slökkviliðinu.

Um sex þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín og tíu heimili hafa brunnið til kaldra kola. Neyðarástandi var lýst yfir í Mariposa héraði í Kaliforníu.

Um 400 slökkviliðsmenn og fjórar þyrlur hafa verið kallaðar út til að berjast við eldinn. Natasha Fouts, talskona slökkviliðsins, sagði fulltrúa slökkviliðsins ekki búast við því að ná tökum á eldinum fyrr en í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×