Erlent

Fyrr­verandi for­seti Angóla til 38 ára látinn

Atli Ísleifsson skrifar
José Eduardo dos Santos var forseti Angóla á árunum 1979 til 2017.
José Eduardo dos Santos var forseti Angóla á árunum 1979 til 2017. EPA

José Eduardo dos Santos, fyrrverandi forseti Angóla, er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Barcelona eftir landvinn veikindi.

Dos Santos sat á valdastóli í Afríkuríkinu í heil 38 ára ár, frá 1979 til 2017.

Dos Santos útskrifaðist sem verkfræðingur frá háskóla í Sovétríkjunum og í forsetatíð hans voru tengsl Angóla við bæði Sovétríkin og Kúbu náin. Angóla hlaut sjálfstæði frá Portúgal árið 1974.

Angólska þingið ákvað árið 2010 að forseti gæti ekki setið lengur en tvö fimm ára kjörtímabil, en 2017 steig dos Santos loks af forsetastóli eftir 38 ára valdatíð. Hann hafði síðan búið í Barcelona á Spáni.

Í tilkynningu frá ríkisstjórn Angóla stendur að dos Santos hafi verið mikill leiðtogi sem hafi leitt landið í gegnum erfiða tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×