Innlent

Flestir í­búar hreppsins vilja sam­einast „öllu Snæ­fells­nesi“

Atli Ísleifsson skrifar
Löngufjörur á Snæfellsnesi með Snæfellsjökul í baksýn.
Löngufjörur á Snæfellsnesi með Snæfellsjökul í baksýn. Markaðsstofa Vesturlands

Herdís Þórðardóttir hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtahreppi á sunnan- og innanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn. Samhliða kosningum til hreppsnefndar fór fram skoðanakönnun meðal íbúa um hug þeirra til sameiningar sveitarfélaga.

Á kjörskrá voru 86 manns og greiddu 67 þeirra atkvæði, sem gerir kjörsókn upp á 77,9 prósent.

Aðalmenn voru kjönir:

  • Herdís Þórðardóttir 42 atkvæði
  • Verónika Sigurvinsdóttir 37 atkvæði
  • Valgarð S. Halldórsson 36 atkvæði
  • Gísli Guðmundsson 28 atkvæði
  • Sigurbjörg Ottesen 27 atkvæði

Varamenn:

  • Þröstur aðalbjarnarson 25 atkvæði
  • Sonja Karen Marinósdóttir 26 atkvæði
  • Guðbjörg Gunnarsdóttir 15 atkvæði
  • Áslaug Sigvaldadóttir 15 atkvæði
  • Katharina Kotschote 13 atkvæði

Í skoðanakönnun um sameiningarmál sem framkvæmd var samhliða sveitarstjórnarkosningunum greiddu 58 einstaklingar atkvæði. Þar sögðust 28 vilja sameinast „öllu Snæfellsnesi“ en þar eru nú fyrir fimm sveitarfélög – sameinað sveitarfélag Stykkishólms og Helgafellssveitar, Grundarfjörður, Snæfellsbær, Dalabyggð og Eyja- og Miklaholtshreppur. Borgarbyggð nær sömuleiðis inn á nesið.

Niðurstaða skoðanakönnunarinnar:

  • Auðir 2 atkvæði
  • Ógildir 3 atkvæði
  • Vafaatkvæði 4 atkvæði
  • Borgarbyggð 8 atkvæði
  • Stykkishólmur/Helgafellssveit/Grundarfjörður 4 atkvæði
  • Stykkishólmur/Helgafellssveit 9 atkvæði
  • Allt Snæfellsnes 28 atkvæði

Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi felldu tillögu um sameiningu sveitarfélagsins og Snæfellsbæjar í febrúar síðastliðinn þar sem 41 greiddi atkvæði með tillögunni en tuttugu voru henni fylgjandi. Naumur meirihluti kjósenda Snæfellsbæjar samþykkti tillöguna.

Eyja- og Miklaholtshreppur er merktur gulur á myndinni.Samband.is

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×