Innlent

Sjálfstæðismenn náðu meirihluta í Hrunamannahreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Flúðir er stærsti þéttbýliskjarninn í Hrunamannahreppi.
Flúðir er stærsti þéttbýliskjarninn í Hrunamannahreppi. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir náðu inn þremur mönnum í sveitarstjórn Hrunamannahrepps í kosningum laugardagsins og eru því í meirihluta. L-listinn náði inn tveimur mönnum.

Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta eftir kosningarnar 2018 þar sem H-liðinn náði inn þremur mönnum. H-listi bauð ekki fram í kosningunum nú.

Á kjörskrá voru 615 manns og greiddu 493 manns atkvæði eða 80,2 prósent.

  • D-listinn 272 atkvæði 55,17% (þrír fulltrúar)
  • L-listinn 209 atkvæði 42,39% (tveir fulltrúar)
  • Auðir 12 atkvæði 2,43%

Eftirfarandi munu því eiga sæti í sveitarstjórn Hrunamannahrepps:

  • Bjarney Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarmaður (D)
  • Herbert Hauksson, framkvæmdastjóri (D)
  • Jón Bjarnason, bóndi/sveitarstjórnarmaður (D)
  • Daði Geir Samúelsson, verkfræðingur (L)
  • Alexandra Rós Jóhannesdóttir, nemi í viðskiptafræði (L)

Flúðir er stærsti þéttbýliskjarninn í Hrunamannahreppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×