Innlent

Tveir með stóra vinninginn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tveir heppnir lottóspilarar hlutu fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins.
Tveir heppnir lottóspilarar hlutu fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins. Vísir/Vilhelm

Tveir ljón­heppnir lottó­spilarar unnu fyrsta vinning í kvöld og skipta vinnings­upp­hæðinni því á milli sín. Upp­hæðin hefur oft verið stærri en hvor vinnings­hafi fær þó rúm­lega 4,7 milljónir í sinn hlut.

Einn vinningshafa keypti miðann í Lottó appinu en hinn var með miðann í áskrift. Þá var einn með bónusvinning og fékk tæplega hálfa milljón fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þrír miðahafar fengu hundrað þúsund krónur hver fyrir annan vinning í Jóker en heildarfjöldi vinningshafa var 5.772.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×