Innlent

Stöðvuðu fíkni­efna­akstur öku­manns með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um slys drengs á æfingasvæði fyrir hjólabretti í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gær.
Tilkynnt var um slys drengs á æfingasvæði fyrir hjólabretti í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gær. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skömmu eftir miðnætti ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn er auk þess Covid-smitaður og átti því að vera í einangrun.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi auk þess ítrekað gerst sekur um akstur skiptur ökuréttindum, en hann var stöðvaður í hverfi 105 í Reykjavík. „Að lokinni sýnatöku (varðandi aksturinn ) var ökumanni ekið að einangrunarstað sínum. Farþegi í bifreiðinni er ekki skráður smitaður eða í sóttkví.“

Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um slys á æfingasvæði fyrir hjólabretti í Hafnarfirði. „Ungur drengur dettur af hjólabretti sínu og ber fyrir sig hendurnar. Aflögun á hendi við úlnlið. Drengurinn var fluttur á Bráðadeild með sjúkrabifreið og ætlaði móðir drengsins að mæta þangað.“

Um klukkan 22:30 var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Þar voru afskipti höft af manni sem grunaður var um að hafa stolið búnt af pokum, verðmæti hverra voru 680 krónur að því er segir í dagbók lögreglu.

Lögregla hafði auk þess afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur eða þá akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×