Innlent

Jarðskjálfti upp á 3,6 fannst vel á suðvesturhorninu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skjálftinn fannst vel í Vesturbæ Reykjavíkur.
Skjálftinn fannst vel í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/RAX

Stór jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu nú laust fyrir klukkan hálf níu. Samkvæmt jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar var skjálftinn 3,6 að stærð.

Upptök skjálftans virðast hafa verið um 3,7 km norður af Krýsuvík. Fjölmargir minni skjálftar hafa orðið síðan á miðnætti, eða alls 1.034. Sá sem reið yfir nú klukkan 8:25 var sá eini sem var yfir 3 að stærð. Samkvæmt jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar var skjálftinn 3,6 að stærð.

Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga undanfarna sólarhringa en ekkert sést enn til hraunkviku í Fagradalsfjalli. Ekkert hraun hefur runnið úr fjallinu síðan 18. september. Þó er útlit fyrir að kvika sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. 

Lesendur Vísis um allt höfuðborgarsvæðið segjast hafa fundið vel fyrir skjálftanum, í Kópavogi, Hafnarfirði, Breiðholti og bæði í austur- og vesturhluta borgarinnar. 

Fréttin var uppfærð klukkan 8:50.


Tengdar fréttir

„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi.

Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagra­dals­fjall

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×