Innlent

Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reykjanesið hefur skolfið bæði í gær og það sem af er degi.
Reykjanesið hefur skolfið bæði í gær og það sem af er degi. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

Stærsti skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í morgun var 4,9 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×