Innlent

Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá jólabónus

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
667 umsækjendur um alþjóðlega vernd eru á Íslandi.
667 umsækjendur um alþjóðlega vernd eru á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Hver fullorðinn umsækjandi um alþjóðlega vernd hér á landi á rétt á tíu þúsund króna viðbótargreiðslu í desember umfram fastar framfærslugreiðslur. Fimm þúsund krónur greiðast fyrir hvert barn.

Undanfarin ár hafa umsækjendur um alþjóðlega vernd fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur.

Sú verður raunin í ár eftir að ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita tæpum 5,8 milljónum króna í viðbótargreiðslur til umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Viðbótargreiðslurnar nema sem fyrr segir tíu þúsund krónum fyrir fullorðinn einstakling og fimm þúsund krónum fyrir barn. Um miðjan desember voru 667 umsækjendur um alþjóðlega vernd í þjónustu Útlendingastofnunar, þar af 182 börn, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×