Innlent

Áttatíu greindust innanlands í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Áttatíu greindust smitaðir í gær.
Áttatíu greindust smitaðir í gær. Vísir/Vilhelm

Áttatíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tíu á landamærunum. Alls voru 39 þeirra sem greindust smitaðir í sóttkví við greiningu. 

Tólf hafa nú verið greindir með omíkron afbrigðið á Íslandi, sem er tveimur fleirum en í gær.Í dag eru 1.389 í einangrun og 1.865 eru í sóttkví. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en aðrar tölfræðiupplýsingar eru ekki aðgengilegar fyrr en á morgun þegar heimasíða covid.is verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×