Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað um kórónuveiruna og smit sem komin eru upp á Landspítalanum.

 Rætt verður við forsvarsmenn spítalans auk þess sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður tekinn tali.

Einnig fjöllum við um hópnauðganir en talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um slík brot til neyðarmóttöku í ár.

Þá fjöllum við um mansal en þrettán tilfelli komu upp síðastliðið ár þar sem grunur var um mansal og tvö tilfelli þar sem um var að ræða smygl á fólki. Teymisstjóri Bjarkarhlíðar telur að um sé að ræða falinn vanda.

Að síðustu tökum við stöðuna á stjórnarmyndunarviðræðunum sem virðast mjakast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×