Innlent

Á­kærður fyrir slá á rass konu og reyna að kyssa fyrir utan skemmti­stað

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið áttu sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski bar á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur, að því er segir í ákæru.
Atvikið áttu sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski bar á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur, að því er segir í ákæru. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sumarið 2019.

Í ákæru segir að maðurinn hafi fyrir framan skemmtistaðinn Lebowski bar við Laugaveg slegið utanklæða á rass konunnar og reynt að kyssa hana á kinnina. Atvikið átti sér stað aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní 2019.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd konunnar um miskabætur að upphæð eina milljón króna auk vaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×