Innlent

Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Margir hvalanna hafa drepist nú þegar.
Margir hvalanna hafa drepist nú þegar. Björn Axel Guðbjörnsson

Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun.

Björn Axel Guðbjörnsson var á vettvangi í morgun og segir að þar hafi verið taldir minnst fimmtíu grindhvalir, sem velkist nú um í fjöruborðinu.

Í samtali við Vísi segist hann telja að engin leið sé að koma þeim til bjargar, þar sem miklar grynningar séu þar sem þeir syntu á land.

Ferðamenn hringdu á lögregluna og létu vita af vandræðum grindhvalanna. Búið er að tilkynna hvalrekann til Umhverfisstofnunar.

Um fimmtíu grindhvalir voru taldir í fjörunni.Björn Axel Guðbjörnsson
Klippa: Grindhvalir strand á Ströndum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×