Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunnin innanlands í gær þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samkomutakmörkunum er mótmælt víða um heim og fóru fjölmenn mótmæli fram í Ísrael í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá fjöllum við um verslunarmannahelgina, hvernig hún hefur farið fram og sýnum til dæmis frá flughátíð í Múlakoti í Fljótshlíð. Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Herjólfsdal þar sem undirbúningur er í fullum gangi fyrir brekkusöng. Það verður óvenjulegur brekkusöngur í ár þar sem það verða engir áhorfendur í dalnum, aðeins heima fyrir framan sjónvarpið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×