Innlent

Engin heit sturta í kvöld og fram á morgun fyrir Seltyrninga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Seltyrningar fá ekkert heitt vatn í kvöld frá klukkan sjö og fram á morgun.
Seltyrningar fá ekkert heitt vatn í kvöld frá klukkan sjö og fram á morgun. Vísir/Vilhelm

Ekkert heitt vatn verður í boði fyrir Seltirninga frá klukkan sjö í kvöld og fram á morgun.

Vegna viðgerða þarf að loka fyrir heita vatnið á Seltjarnarnesi. Lokunin nær yfir allt Seltjarnares og mun hún því einnig hafa áhrif á sundlaugina í bænum, sem verður lokuð frá og með klukkan sjö í kvöld, og fram á morgun.

Í tilkynningu til fjölmiðla biðst Hitaveita Seltjarnarness velvirðingar á þeim óþægindim sem þetta kann að valda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×