Innlent

Treysta sér ekki lengra og bíða björgunar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir eru á leiðinni.
Björgunarsveitir eru á leiðinni. Foto: Vilhelm Gunnarsson

Björgunarsveitarfólk frá Suðurlandi er nú á leið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum. Þar eru tveir fullorðnir einstaklingar ásamt tveimur börnum sem hafa beðið um aðstoð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Þar segir að göngufólkið hafði ætlað sér að ganga umhverfis Kerlingarfjöll, um 50 kílómetra leið en rysjótt veður og ár sem þarf að vaða hafi orðið farartálmi, þau treysti sér ekki lengra. Þau muni hins vegar bíða björgunarfólks í skálanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×