Innlent

Biðla til fólks að halda sig heima

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og eru þær nú í biðstöðu. 
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og eru þær nú í biðstöðu.  Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Reykjanesskaga voru kallaðar út á þriðja tímanum og eru nú í viðbragðsstöðu eftir að Veðurstofa Íslands gaf út að óróapúls hafi mælst suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Fulltrúar björgunarsveitanna sitja nú fundi í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð. Er þar fylgst vel með stöðu mála og unnið að því að samhæfa aðgerðir.

„Það er mikil vinna búin að eiga sér stað á síðasta ári og á síðust dögum á vettvangi almannavarna og við erum með mikið af fulltúrum í undirbúningi fyrir ýmsa mögulega viðburði þannig að við erum í biðstöðu. Vísindamenn og almannavarnir eru að meta stöðuna eins og hefur komið fram en ef eitthvað verður staðfest þá verður fólk kallað út í þau verkefni sem þarf að kalla til í,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Hann segir mikilvægustu skilaboðin núna vera að fólk haldi sig heima og að enginn sé að keyra út á Reykjanessskagann að óþörfu í von um að sjá eitthvað sjónarspil.

„Nú leyfum við vísindamönnunum að vinna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×