Erlent

Kastaði börnum sínum út um glugga á fjórðu hæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Konan kastaði fjórum börnum út úm gluggann og vegfarendur gripu þau.
Konan kastaði fjórum börnum út úm gluggann og vegfarendur gripu þau.

Tyrknesk móðir bjargaði börnum sínum frá bruna í Istanbúl í vikunni með því að kasta þeim út um gluggann á íbúð þeirra á fjórðu hæð sex hæða húss.

Samkvæmt frétt tyrkneska miðilsins Daily Sabah kviknaði eldurinn í Esenlerhverfi Istanbúl á miðvikudaginn.

Eldurinn er sagður hafa kviknað í rafmagnstöflu en vitni segja mikinn reyk hafa komið úr íbúðinni. Slökkvistarf virðist þó hafa gengið vel og var konunni bjargað eftir að hún kastaði börnunum út um gluggann.

Konan og aðrir íbúar hússins voru ekki lengi á sjúkrahúsi, ef marka má frétt Guardian.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi notuðu vegfarendur teppi til að grípa börnin sem konan kastaði út um gluggann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×