Innlent

Einn fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Kjalarnesi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Slysið varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Brautarholtsvegar og hefur umferð verið beint í gegnum Grundarhverfi á Kjalarnesi. Mynd úr safni.
Slysið varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Brautarholtsvegar og hefur umferð verið beint í gegnum Grundarhverfi á Kjalarnesi. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Árekstur varð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes á milli tveggja bifreiða um hádegisbil í dag. Lögreglan hefur lokað vegi við Esjuskála og Klébergsskóla og hefur umferðinni verið beint í gegnum Grundarhverfið á Kjalarnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn í hvorum bíl og var annar ökumannanna fluttur með talsvert mikla áverka á slysadeild. Tilkynning um slysið barst um klukkan 11:40.

Annar bíllinn mun hafa hafnað út af veginum. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og er viðbúið að það muni taka einhvern tíma til viðbótar að hreinsa brak af veginum.

Slysið varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Brautarholtsvegar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×