Innlent

Vilja mynda­vélar í Hamra­borgina til að fæla frá dóp­sala

Atli Ísleifsson skrifar
Ástandið er sagt vera sérstaklega slæmt á bílastæðunum við Hamraborg 10-12 og svo Fannborg 4 og 6.
Ástandið er sagt vera sérstaklega slæmt á bílastæðunum við Hamraborg 10-12 og svo Fannborg 4 og 6. Ja.is

Rektraraðilar fyrirtækja í Hamraborg í Kópavogi segja umfangsmikla fíkniefnasölu fara fram í á svæðinu og hafa þeir þrýst á lögreglu og bæjaryfirvöld að koma upp eftirlitsmyndavélum til að fæla fíkniefnasalana burt.

Fréttablaðið segir frá þessu þar sem meðal annars er rætt við Benjamín Magnússon arkitekt með lengi hefur rekið stofu í Hamraborginni og teiknaði meðal annars sjálfa Hamraborgina. Hafi hann átt fund með fulltrúum bæjarins fyrir fimm árum og þrýst á að eftirlitsmyndavélum yrði komið upp. Ekkert hafi þó gerst í þeim efnum.

Samráðsfundur um skipulagsmál í Hamraborg var svo haldinn á vegum Kópavogsbæjar fyrir um hálfum mánuði þar sem fundarmenn eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af glæpastarfsemi á svæðinu. Var nefnt að ástandið væri sérstaklega slæmt á bílastæðunum við Hamraborg 10-12 og svo Fannborg 4 og 6, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins.

Haft er eftir upplýsingafulltrúa bæjarins að endurtekin fíkniefnaviðskipti hafi verið tilkynnt til lögreglu af fulltrúum bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×