Innlent

Tveir skjálftar norð­vestur af Grinda­vík í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Grindavík með fjallið Þorbjörn í baksýn.
Grindavík með fjallið Þorbjörn í baksýn. Vísir/Arnar

Tveir skjálftar, báðir þrír að stærð, urðu skammt norðvestur af Grindavík á sjötta tímanum í morgun. Skjálftarnir urðu með 34 mínútna millibili, sá fyrri klukkan 5:09 í morgun og sá síðari 5:43.

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftarnir hafi verið um fjóra kílómetra norðnorðaustur af Grindavík.

Mælar Veðurstofunnar hafa undanfarna mánuði numið landris við Þorbjörn á Reykjanesi og er óvissustig enn í gildi á svæðinu hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×