Innlent

Sóttu veikt barn

Birgir Olgeirsson skrifar
TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar. 
TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar.  Vísir/Vilhelm

Áhöfn TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á þriðja tímanum nótt vegna veiks barns.

 Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan tvö og sótti barnið og foreldra á flugvöllinn í Hornafirði. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom þyrlan til Reykjavíkur á sjöunda tímanum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×