Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Belgía og Holland hafa aflýst flugi frá Bretlandi og þá er lestum frá Bretlandi bannað að koma til Belgíu. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu íhuga Frakkland og Þýskaland að grípa til sambærilegra aðgerða sem og Ítalía.Þetta er vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi.

Afbrigðið sem um ræðir er líkt og áður sagði talið vera mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og hefur það dreifst hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta Bretlands. Við segjum frá þessu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. 

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Seyðisfirði og ræðum við íbúa sem fengu að fara heim í dag. Við segjum frá nýju frumvarpi utanríkisráðherra þar sem kemur fram að sendiherrar eru ekki lengur æviráðnir.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2  á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×