Innlent

Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu Íslands munu leggja niður störf á miðnætti að öllu óbreyttu.
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu Íslands munu leggja niður störf á miðnætti að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm

Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 

Flugvirkjafélag Íslands, FVFÍ,  boðaði vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslunni þann 20. október síðastliðinn og nær verkfallið til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum hennar. Það er að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum.

Kosið var um verkfallið fyrr í október og voru átján flugvirkjar á kjörskrá. Sextán þeirra greiddu atkvæði og greiddu fjórtán þeirra með verkfalli en tveir sátu hjá.

Verkfall sem áður hafði verið boðað og átti að hefjast 28. október var aflýst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×